Steingrímur tekur botnnegluna úr

Það er mjög sérkennileg staða sem ég er í. Ég hef verið sannfærður í næstum heilt ár að við séum ekki borgunarmenn fyrir skuldum ríkis og þjóðar. Þ.e.a.s að Ísland sé gjaldþrota. Sannfæring mín skópst vegna umgengi við hagfræðinga, bæði stóla og sófa, sem voru búnir að kynna sér málin í þaula. Þegar ég rýndi gögnin var málið í raun mjög einfalt. Við Íslendingar getum ekki framleitt nægjanlega til að geta staðið í skilum. Þar sem fáir ef nokkrir tóku undir með okkur fór maður að upplifa sig sem eitthvað skrítinn.

Síðan í fyrra hafa bara komið fram upplýsingar sem styðja þessa niðurstöðu, því hef ég með tímanaum orðið svolítið minna skrítinn.

Björgunarhringur Íslands er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Þar fór í verra og verður sífellt augljósara. AGS gerir ráð fyrir auknum þjóðartekjum, það er óskiljanlegt í kreppu. Tekjur ríkisins eiga að aukast um 50 milljarða á ári næstu árin samkv. AGS. Engin rökstuðningur fyrir því. Vöruskiptajöfnuður á að verða jákvæður um 160 milljarða á ári næstu árin, það er mjög sérkennilegt því jöfnuðurinn hefur verið neikvæður langflest árin frá upphafi síðustu aldar. Til að ná slíkum jöfnuði er fátt sem við getum leyft okkur að flytja inn til landsins.

Áætlun AGS er gengur ekki upp, við lestur hennar fær maður fullvissu á grun sínum að Ísland sé gjaldþrota. Það er í raun eina gagnsemi skýrslu þeirra.

Við slíkar aðstæður er öll umræðan um Icesave algjörlega galin. Við erum gjaldþrota, með Icesave erum við bara meira gjaldþrota. Steingrímur er svo hrikalega 2007, tökum lán og lifum hátt, den tid, den sorg. Sjálfsagt er björgunarbáturinn hans tilbúinn þegar við hin sökkvum í skuldadýkið.

Að taka botnnegluna úr sínum eigin bát er skrítið, því get ég nú orðið huggað mig við það að ég er ekki svo skrítinn eftir allt saman. 

http://www.hollow-hill.com/sabina/images/rats-sinking-ship.jpg


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

"Að taka botnnegluna úr sínum eigin bát er skrítið, því get ég nú orðið huggað mig við það að ég er ekki svo skrítinn eftir allt saman. "

Á árabátunum sem forfeðurnir notuðu til bjargræðis við sjósókn  var botnnegla-tappi sem sleginn var í gat niður við kjöl. Aðalhlutverk neglunnar var að hleypa sjó úr bátnum þegar í uppsátur var komið. En neglan var líka nytsamleg á sjó í brælu og ágjöf þegar siglt var mikinn undir seglum. Þá var neglan tekin úr og vegna "jectoráhrifa" sem mynduðust af siglingahraðanum- þá steymdi sjórinn í bátnum út um neglugatið. Með þessum móti var hægt að halda bátnum sjólausum án þess að ausa... Sama gildir með lántöku sem fer í að auka hraðann í efnahagslífinu- hagur þjóðarinn eykst...

 Bara svona til að skýra málin og samhengi hlutanna...

Sævar Helgason, 4.12.2009 kl. 00:16

2 identicon

Þú ert í góðum hópi skrýtna fólksins .

Helga (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sævar,

takk fyrir góða fræðslu um hlutverk botnneglunnar. Það sem ég hafði lesið hingað til að um botnnegluna gæti flokkast sem aukahlutverk botnneglunnar. Þar segir frá mönnum sem höfðu illt í hyggju og tóku negluna úr sínu sæti. Afleiðingin af því var að báturinn fylltist af sjó og sökk. Þetta á að sjálfsögðu við báta sem eru ekki á hreyfingu, en að sjálfsögðu á annað við ef báturinn er á fullri ferð, þá hefur fjarlæging neglunnar lítil neikvæð áhrif. Það er augljóst að við erum sammála um þetta.

 "lántöku sem fer í að auka hraðann í efnahagslífinu- hagur þjóðarinn eykst..."

Þessi fullyrðing þín ber með sér grundvallar mismun á því hvernig við metum ástandið. Í sinni einföldustu mynd þá er hægt að segja að afgangur á vöruskiptajöfnuður mun ekki duga til að borga skuldir. Ef við notum lán AGS þá munu þau fara í að borga vexti af öðrum lánum og einnig þeim lánum sem AGS veitir okkur. Því erum við að borga VISA reikning með EURO korti. Slíkt skapar ekki verðmæti. Ég legg til að þú lesir vel skýrslu AGS frá því í haust, þá mun margt verða þér ljósara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.12.2009 kl. 00:49

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir Helga, gott að vera "galin" í kór....

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.12.2009 kl. 00:50

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það eina skrýtna við þig er að þú ert með fullri meðvitund og þér stendur ekki á sama! Mig langar til að vera væmin og segja eitthvað fallegt en læt rauða hjartanu í emotions  það eftir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:56

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar Skúli. Fínn pistill. Hver kærir sig um hraðann sem við vorum á 2007 sem orsakaði það að fjármunirnir (sjórinn) sogaðist út úr landinu (bátnum). Við vorum skrýtin þá, en gleymd núna þegar allt er komið fram af okkar rausi. bestu kveðjur í bæinn Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.12.2009 kl. 22:43

7 identicon

Ísland á að tilkynna tafarlausa greiðslustöðvun og tilkynna alþjóðasamfélaginu að héðan verði ekkert að fá næstu 4 árin a.m.k.  Eftir þann spillingar- og sjálftökugraut sem kokgleypti þjóðina þarf tiltekt og nýtt sjókort.   Öllum hlýtur að skiljast það, jafnvel nýenduveldunum.  Því miður bólar hvorki á tiltekt né sjókorti og hvað sjálfan mig varðar lít ég á núverandi ríkisstjórn sem brú.  Það er fólk sömu skoðunar og við hér í athugasemdabálknum sem þarf að sjá til þess að ekki verði gengið til baka yfir brúna heldur fram.

lydur arnason (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 23:09

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir innlitin gott fólk.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.12.2009 kl. 23:50

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sammála hverju orði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband