Takk Ögmundur-það er von!

Í raun er þetta bara nokkuð merkilegt. Í fljótu bragði man ég ekki til þess að ráðherra hafi sagt af sér fyrir jafn litlar sakir og Ögmundur. Hann er ósammála stefnunni í Icesave málinu og segir því af sér ráðherraembætti. Hann verður við kröfu Jóhönnu sem vill ekki hafa neina í liðinu sem hafa aðra skoðun en hún. Þar sem ein skoðun er bara leyfð þá varð hann að ákveða sig hvort hann skipti um skoðun eða segi af sér og hann ákvað að segja af sér.

Ég verð að taka ofan hattinn fyrir Ögmundi. Hann lætur hjá líða að njóta valds og hárra launa og stendur með sannfæringu sinni. Það er bara stórmerkilegt. Auk þess má segja Ögmundi til hróss að hann skynjar straumana í þjóðfélaginu. Það er að verða mjög mikil breyting á afstöðu fólks til Icesave og AGS. Raunar er staðan að verða sú að Ögmundur gæti leitt hér raunverulegan Sjálfstæðisflokk gegn AGS og Icesave.

Takk Ögmundur-það er von!

 


mbl.is Styðja áframhaldandi samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta segir tvennt um Ögmund:

Hann hefur góða dómgreind...

...og hann lætur ekki berja sig til hlýðni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.9.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já það er fyllsta ástæða til að þakka Ögmundi.

Sigurður Þórðarson, 30.9.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Benedikta E

Ég ætla að bíða með hrósið til Ögmundar - þar til eftir atkvæðagreiðslu á Æsseif - í þinginu...........!

Benedikta E, 30.9.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er afar mikilvægt að í það minnsta einn Alþingismaður fari fram á að Alþingi fái það hlutverk sem því er ætlað í stjórnarskrá.

Árni Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband