"Free and independent"

AGS segist ætla að fresta okkur vegna þess að mörgum málum sé ólokið hjá okkur Íslendingum.  Jóhanna Forsætisráðherra segir að allt sé klappað og klárt nema IceSlave. Hverjum á maður að trúa? Að minnsta kosti fáum við frest sem við þurfum að nýta vel.

Það ætti að vera orðið öllum hugsandi Íslendingum ljóst að það á að þvinga okkur til að samþykkja IceSlave. Hinu gagnstæða var haldið fram fyrir skömmu en nú hefur hinn augljósi sannleikur opinberast öllum. Spurningin er hvernig við höldum áfram héðan í frá.

Við eigum val. Viljum við skuldsetja þjóðina til ólífis eða gera eitthvað annað. Ef við erum skuldsett þannig að við séum algerlega háð duttlungum lánadrottna okkar þá erum við ekki í raun sjálfstæð þjóð. Þetta er möguleiki, þeir sem aðhyllast þessa leið segja að við fáum trúverðugleika og virðingu hjá öðrum þjóðum fyrir vikið. Hlýðnum hundum hlotnast svipuð virðing. Mér finnst það ekki eftirsóknarvert.

Hin leiðin er mun torsóttari fyrir alla að meðtaka og því er hún ekki eins góð söluvara fyrir hina pólitísku flokka. Sú leið snýst um að reyna að vera frjáls og óháður. Það er ekki einfalt. Það hefur aldrei verið einfalt að lifa þessu lífi. Við verðum að afneita IceSlave samningnum. Við greiðum það sem okkur ber. Við þurfum ekki tífaldan gjaldeyrisforða í Washington miðað við það sem við höfum hingað til þurft. Við lækkum stýrivexti og látum krónuna sigla þangað sem hún vill. Síðan lifum við á landsins gæðum. Rómantískt en mögulegt.

http://chandrakantha.com/articles/indian_music/filmi_sangeet/media/1963_JFK.jpg


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér enda alltaf verið svolítið svag fyrir rómantík

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2009 kl. 00:05

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þeir sem berja höfðinu við steininn uppskera bara verki í kollinn. Að halda því fram að við getum afneitað Icesave er því miður ekki hægt og við verðum að ná lendinu um málið, svo einfalt er það piltar mínir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.7.2009 kl. 00:32

3 identicon

Ég held að það sé tómur fyrirsláttur hjá ríkisstjórninni að AGS sé að setja okkur afarkosti varðandi Iceslave. Hið sanna sé að ríkisstjórnin ræður ekki við málið og grípur því til þessarar lýgi til að leggja pressu á þingmenn að samþykkja samninginn Félaga (og stúdents) Svavars. Í fréttum í gærkvöldi var Steingrímur spurður um hvað illi þessari töf. Hann svaraði engu. Þá spurði fréttakonan hvort þetta tengdist Iceslave. "Það eru þín orð" Þannig kom hann sér undan að svara þessu en skildi þjóðina eftir fullvissa um að svo væri.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband