Var Steingrímur búinn að fá leyfi hjá AGS?

Útspil ríkisstjórnarinnar kaupir tíma en tekur ekki á málinu. Þvílík ákvörðunarfælni. Skúffufyrirtækið er lögbrot, ríkisstjórnin á bara að segja það og afþakka dílinn við Magma. Sjálfsagt munu þessir stjórnmálamenn fá hvítþvott hjá embættismönnum og salan gengur í gegn.

Til vara virðist eiga að búa til lagaumhverfi sem þjóðin kyngir.

Síðan er það nú þannig að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á alltaf lokaorðið. Spurningin er hvort við Íslendingar berum gæfu til að fara að fordæmi Ungverja og senda AGS heim. Ég efa það því íslensk þjóð hefur aldrei þurft að berjast fyrir sjálfstæði sínu eins og Ungverjar og halda því að það sé verslað út í búð.


mbl.is Vill vinda ofan af Magma máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segðu Gunnar Skúli, mikið vildi ég ......

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2010 kl. 22:14

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef þetta skúffufyrirtæki er ekki lögbrot þá hefur það verið óþarfi að fullgilda þennan EES samning. En hverslags óskapa áherslur leggja stjórnmálamenn á þessa erlendu fjárfesta? Ef framkvæmd er ábatasöm eigum við sjálf að njóta ábatans.

Allir bankar okkar eru að springa utan af innlánsfé og lífeyrissjóðir vaxa eins og púkinn á fjósbitanum þótt stjórnendur þeirra segi þá að hruni komna.

Eru þetta svo heilagir peningar að ekki megi snerta þá í almannaþágu?

Árni Gunnarsson, 31.7.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Miðað við slóð skúffufyrirtækjanna...sýnist líklegast að síðustu skúffuna eigi megtarmenn íslenskir á borð við Finn Ingólfsson, eða mannvinurinn Ólafur Óalfsson....

Náist ekki að stöðva þessi kaup, má beita skattlangingu til að minnka áhuga útlendinga á auðlindunum okka...setja skatt á nýtingu jarðorku....

Haraldur Baldursson, 1.8.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband