Dómur Hæstaréttar og viðbrögð elítunnar

Dómur Hæstaréttar er talinn augljós af öllum sem vita eitthvað um lögfræði. Staða fjármálafyrirtækjanna er því þannig að þau verða að sækja leiðréttingu á æðra dómstig ef þau eru ósátt. Það hafa allir aðrir þurft að gera. Nokkrir hafa farið með mál frá Hæstarétti til mannréttindadómstóla á erlendri grund.

Þegar bankar eiga í hlut verður allt vitlaust og íslensk stjórnvöld með Seðlabankann í broddi fylkingar ráðast á dómsorð Hæstaréttar með alls konar útúrsnúningum. Sköpuð er óvissa sem er ekki til staðar. Til að leysa óvissu sem er ekki til, ákvarðar Seðlabankinn og FME nýja vexti. Opinberir starfsmenn segja til um vexti sem eigi að nota í samningi milli aðila þar sem allt önnur vaxtatala er fyrir.

Tveir aðilar deildu, banki og einstaklingur. Bankinn var með gallaða vöru sem var dæmd ólögleg.

Við eðlilegar aðstæður ætti bankinn að vera með skottið á milli lappanna. Í stað þess fara bankarnir af stað og fá stjórnvöld til að betrumbæta sína gölluðu vöru og troða henni síðan ofaní almenning.

Við getum verið öll sammála um það að lítið réttlæti er hér á ferðinni. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd kallar sig vinstri- og velferðarstjórn. Stefnan sem rekin er hér á landi á lítið skilt við stefnuskrár viðkomandi stjórnarflokka. Stefnan er að fyrst fá bankarnir allt sem þeir geta náð í og síðan má deila afganginum ef einhver er. Þetta er stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hvers vegna fer ekki almenningur og mótmælir AGS og leppum hans hér á landi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hjartanlega sammála þér eins og svo oft áður.

Baráttukveðjur,

Þórður

Þórður Björn Sigurðsson, 3.7.2010 kl. 20:08

2 identicon

Vel mælt.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 20:40

3 identicon

Ég er hugsi yfir því hvert beina á mótmælum, ef einhver verða.  Málið er mjög skrítið auðvitað, en kemur ekki á óvart. Þessi atburðarrás "kristalliserar" enn og aftur "karakter" Fjórflokksins alræmda.  Þar hafa menn og konur í snúið bökum saman. Gömul saga og ný.  Í samstöðunni liggur styrkur.  Kanski er AGS núna samnefnarinn, ég veit það ekki.

En eitt veit ég að við næstu kosningar verður að hreinsa Alþingi af þeim óreiðumönnum sem þar sitja innan um. 

Mín ósk er auðvitað sú að fjórflokkurinn þurrkist út, en ég verð að vera raunsær, gæta hófs. Góðir hlutir ske hægt.

Mín sýn er að sú að Hreyfingin vaxi og bæti við verulega við sig og komi sterkt inn í ríkisstjórnina.  Auðvitað er það draumasýn að á Alþingi verði meirihluti þingmanna með velferð almennings í huga - en allt gott byrjar með jákvæðri hugsun.

Þetta er svo einfalt, en er samt svo erfitt og gert flókið - því baráttan um gæðin og um völdin er svo bitur.  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 21:22

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklegasta skýringin á því hversu illa gengur að manna fjöldamótmæli er að ég held þessi:

Svo langan tíma og ótrúlega mikla orku þurfti til að Búsáhaldabyltingin virkaði.

Ég held að svik þessarar ríkisstjórnar sem svo margir bundu vonir við hafi svipt fólk voninni um að svona mótmælastöður væru þess virði að leggja þær á sig. Ég hef hitt ótrúlega marga sem eru blátt áfram í losti eftir að hafa þurft að horfa upp á ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms beinlínis storka þjóðinni í það minnsta vikulega.

Stundum daglega.

Fyrir utan dyggustu flokksrakka gengur enginn þess lengur dulinn að þetta er leppstjórn AGS auk þess sem óttinn við að styggja ESB leikur þarna stórt hlutverk.

Verst er að enda þótt fjöldi Vinstri grænna hafi fengið nóg af þessu samstarfi þá höfðu þeir ekki þrek til að gefa ríkisstjórninni rauða spjaldið þegar á reyndi.  

Árni Gunnarsson, 3.7.2010 kl. 22:05

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk fyrir athugasemdirnar,

kannski er það að bæta í bakkafullann lækinn og segja að ef AGS fer þá er allt hitt eftir, hinar klíkurnar og hagsmunahóparnir.

Ég tel að ef núverandi stjórn situr út kjörtímabilið og fylgir AGS áfram að málum þá sé svo illa komið fyrir okkur að varla er möguleiki á viðsnúningi. Þá verður búið að gera upp alla skulduga, bæði heimili og fyrirtæki. Auðlindir verða komnar úr eigu þjóðarinnar. Þjóðin stórdkuldug eftir að jöklabréfin eru farin o. sv. fr. 

Þess vegna skiptir litlu máli hvaða flokkar taka við.

Ef við viljum að eitthvað bjargist þá er stundin núna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.7.2010 kl. 22:14

6 identicon

Segðu meira.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 22:18

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ef þjóðin mótmælir í öflugum fjölmennum mótmælum þá er mikið unnið. En til þess þarf þjóðin að kynna sér málin, lesa, hugsa og taka sjálf afstöðu. Ég veit ekki hvort það á eftir að virka.

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.7.2010 kl. 23:05

8 Smámynd: Elínborg

Sæll Gunnar og þakka þér mjög góð skrif.

Þetta er einmitt mergur málsins; lesum,hugsum,kynnuim okkur málin og tökum afstöðu. Hef talað í mörg mörg ár á þennan veg, en svo oft orðið nánast vonlaus yfir daufum viðbrögðum. Hef oft spurt mig hvort íslendingar upp til hópa nenni ekki að hugsa og kafa aðeins undir yfirborðið. Láti bara mata sig. Og vilji vera þrælar.

En nú virðast ótrúlega magnaðir hlutir vera að gerast.....

Ætlum við að ÞORA, VILJA og GERA það sem þarf? Til er ég!

Elínborg, 5.7.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband