Ísland er glatað, þökk sé núverandi ríkisstjórn

Sorry folks þið þurfið að borga hærra raforkuverð, en ég er áleiðinni til Brussel sem ríkisstarfsmaður gæti Árni Þór verið að segja okkur almenningi. Ríkisstjórninni er slétt sama þó Magma eignist HS Orku og hækki hjá okkur raforkureikningana. Ef þeim(VG) væri einhver alvar þá hefðu þau gripið í taumana miklu fyrr.

Ögmundur sprettur fram í Kastljósinu og hneykslast mjög. Þrátt fyrir það hefur hann haft langan tíma sem Alþingismaður til að fylgjast með þróuninni og ólíkt meiri völd til að vera með á nótunum. Steingrímur kemur svo kvöldinu seinna og barmar sér mikið.Hann hefði svo gjarnan viljað hafa hlutina öðruvísi en gafst bara ekki ráðrúm því Magma fylgdi ekki tímaáætlun hans. Ef raunverulegur vilji hefði verið þá hefði þingflokkur VG getað afstýrt því að HS Orka hefði lent í eigu erlendra aðila eins og yfirlýst kjarnastefna hreyfingarinnar VG er. En ekkert gerðist. Niðurstaðan er að Árni Þór er voða sorry en ekkert hægt að gera, svona eins og snjóflóð hefði lagt eitt sveitarfélag í rúst. Til hvers eru pólitísk samtök eiginlega, til að framkvæma stefnu eða skaffa útvöldum vinnu?

Það er hálf skitt að hafa lagt traust sitt á að VG myndi að minnsta kosti sitja þversum við sölu á auðlindum landsins og komast að því að maður var hafður að fífli eftir allt saman. Er starfsemi VG grundvölluð á þeirri hugsjón að halda nöldrurum eins og mér til hlés meðan auðvaldið sópar til sín almannaeigum? Steingrímur, hvers vegna ertu í pólitík?

Ef við ræðum málin í alvöru þá er staðreyndin sú að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er mjög hrifinn af einkavæðingu. Hann vill að auðlindir almennings færist yfir í einkaeigu og það veldur sjóðnum ekki andvöku þó það valdi því að almenningur þurfi að borga mun meira fyrir nauðþurftir eins og rafmagn og vatn. Bara að hagnaður verði á framleiðslunni.

Þar sem AGS er á Íslandi og þar sem Steingrímur hefur skrifað undir með sinni eigin hendi að hann muni ekki framkvæma neitt án samþykkis AGS, sjá hér eru afrit úr Viljayfirlýsingu Steingríms og Jóhönnu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

Reykjavik, April 7, 2010

Dear Mr. Strauss-Kahn:

4.   We believe that the policies set forth in this and previous letters are adequate to
achieve the objectives of our program. We stand ready to take any further measures that may become appropriate for this purpose. We will consult with the Fund on the adoption of any such
measures and in advance of revisions to the policies contained in this letter, in accordance with the Fund’s policies on such consultation.


21.      Progress in covering our financing need will continue to be assessed during quarterly program reviews. In the event of further delays to financing, we stand ready to
consult with the Fund on any additional measures that would prove necessary to meet program objectives (consistent with our undertaking in paragraph 4 above).

 

Þau tvö, einstaklingarnir sem kynntu sig sem gæslumann litla mannsins og samhjálpar í kosningunum  eru núna í gíslingu AGS. Hjarta heimsauðvaldsins. Þau hafa skrifað undir að fylgja auðvaldinu í einu og öllu. VG og Samfylkingin gera eins og auðvaldið segir þeim að gera. Ef þau væru trú sinni sannfæringu um að verja kjör litla mannsins myndu þau segja AGS til syndanna og láta öðrum eftir að vera taglhnýtingar AGS. Þess í stað taka þau það hlutverk að sér möglunarlaust. Þetta segir mér það að þau eru að þessu til að halda völdum.

Ísland er glatað, það eina sem getur bjargað landinu er að almenningur kynni sér málin á eigin spýtur. Myndi sér skoðun og mótmæli kúgun AGS. Þar sem akkúrat ekkert slíkt er í pípunum mun landið og sjálfstæði þess fara lóðbeint í vasa lánadrottna, þökk sé núverandi "VINSTRI STJÓRN".

 

 

 


mbl.is Óttast hærra orkuverð til almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú er sem sagt sagt strax búinn að gleyma því að D og B stýrðu þessari vitleysu síðustu 20 ár herra gullfiskur. Þetta er allt sjálfstæðisflokk og framsókn að kenna. horfðu aðeins aftur bjáni.

Óli (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 01:31

2 identicon

Verða samt að segja að ég er ekki hrifinn af vg og samfylkingunni. en þau eru nú samt skárri en sjálfstæðisflokkurinn og framsókn, andskotinn hafi það.

Óli (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 01:32

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú marghittir hamri þínum á naglhausinn í þessari færslu en það sem ég vona að allir VG-liðar taki sérstaklega til greina í færslu þinni er það að mikilvægasta hlutverk VG-liða í ríkisstjórninni er að halda vinstra liðinu til hlés við allt andófs- og/eða mótmælabrölt

Sú hernaðaráætlun fjármálaaflanna gengur líka svona djöfulli smurt (afsakið að ég notaði blótsyrði). Á meðan fjármálaöflin nýta stærsta forystuflokks vinstri manna í landinu til að hreinsa það upp sem útrásarvíkingarnar auðnaðist ekki að flytja úr landi þá sitja svokallaðir vinstri menn með glýju átrúnaðarins í augunum og þora ekki rugga bátnum af ótta við að hægra liðið, sem trúði a.m.k. á Davíð, komist aftur til valda!

Ég spyr hver er munurinn á guði vinstri trúfélaganna og þeirra til hægri!? Ég sé nákvæmlega engan! enda móttmæla hægri öflin litlu sem engu. Trúa því sennilega að vinstri öflunum verði refsað rækilega fyrir að vera svona hlýðnir við stefnu þeirra þannig að þeir komist klakklaust til valda aftur...

Þvílík endaleysa og firring!!!!!!!!!!!!!!!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.5.2010 kl. 01:40

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Óli,

það er rétt hjá þér að stjórnendur s.l. ára/áratuga hafa algjörlega brugðist. Það vitum við. Þeir sem kusu þau öfl yfir okkur vissu að D og F ætluðu að einkavæða og losa um hömlur.

Þeir sem kusu VG og Samfó héldu að þeir væru að kjósa eitthvað annað og betra. Þeir héldu að nú yrði tekið til hendinni á slysstað. Að hafa lagt trúnað á málflutning þeirra gerir mig að bjána eins og þú nefnir mig réttilega.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.5.2010 kl. 11:10

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Rakel,

takk fyrir innlitið. Niðurstaðan er slæm í íslenskum þjóðmálum. Ég sannfærist æ betur að þjóðin er eins og alkahólisti sem sér ekki að sér. Sem stöðugt ræðir um allt annað en það sem skiptir máli. Ég er farinn að halda að hún muni, bara kannski, fatta samhengið þegar hún á ekki fyrir mat. Sveitastjórnakosningarnar eru væntanlegar og ef ekkert gerist í þeim, þá hef ég því miður fengið staðfestingu á gruni mínum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.5.2010 kl. 11:23

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Reyndir stjórnmálamenn íslenskir hafa sérþekkingu í að ljúga sig út úr sannleikanum. Þeir hafa lengi átt traust bakland í einföldu fólki sem klappar lengst fyrir þeim ræðum þar sem mest er um gasprið.

Reyndir stjórnmálamenn taka til máls með alvöruþunga og "nálgast umræðuefnið" á faglegan hátt og yfirvegaðan.

Reyndur stjórnmálamaður verður ekki klumsa þótt honum sé bent á að vandamálið sem hann gerði að umræðuefni hafi verið vandamál um áratugi og ekki gerð nein tilraun í þá veru að leysa það.

Reyndur stjórnmálamaður svarar þessu með alvörusvip og segir að þetta sé alveg réttmæt ábending. Þarna sé reyndar um að ræða mál sem hann hafi lengi bent á að ekki sé neinn vandi að leysa.  Þetta sé bara spurning um að forgangsraða rétt!

Og þá er ég kominn að þeirri bjargföstu ályktun minni að ekkert skrímsli sé hættulegra íslensku samfélagi en reyndur stjórnmálamaður. 

Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 17:12

7 Smámynd: Elle_

Komdu sæll Gunnar. Mig hryllir við að lesa hvað ég held pistillinn þinn sé sannur.  Óttast líka að Ísland sé gjörsamlega glatað.   Við erum með glataða og fárveika stjórn og þau hafa dregið landið í glötun.

Elle_, 24.5.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband